Þingvað 45, 110 Reykjavík (Árbær)
159.800.000 Kr.
Raðhús/ Raðhús á tveimur hæðum
7 herb.
203 m2
159.800.000
Stofur
2
Svefnherbergi
5
Baðherbergi
3
Inngangur
Sér
Byggingaár
2008
Brunabótamat
91.640.000
Fasteignamat
140.750.000

Eignastofan fasteignamiðlun kynnir: höfum í einkasölu fallegt og afar vel skipulagt enda raðhús á tveimur hæðum með bílskúr á frábærum stað í Norðlingaholti. Fjögur góð svefnherbergi, tvö baðherbergi og nýgert auka herbergi í bílskúrnum. Eignin er skráð alls 203,6 fm að stærð og þar af er bílskúrinn 26,6 fm. Húsið skiptist þannig: Neðri hæð: Forstofa, baðherbergi, eldhús, stofa og borðstofa með útgengi út í garð. Efri hæð: fjögur góð svefnherbergi ásamt baðherbergi og þvottahúsi. Gengið úr holi út á svalir og einnig er gengið út úr einu herberginu út á mjög rúmgóðar austur svalir. Hiti í öllum gólfum í húsinu. Þetta er frábærlega vel staðsett fjölskylduhús þar sem afar stutt er í skóla og leikskóla og náttúruperluna við Elliðavatn. 
 
Nánari lýsing eignar:
Forstofa: Rúmgóð forstofa með flísum á gólfi og góðum skápum. Nýgerður pallur að framanverðu húsinu.
Eldhús: Góð innrétting með miklu borðplássi, helluborð og ofn í vinnuhæð.
Stofa + borðstofa: Stofan er einstaklega björt og afar rúmgóð með útgengi út í skjólgóðan garð með nýlegum Sauna klefa og köldum potti.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðum skápum.
Þrjú barnaherbergi: þrjú rúmgóð barnaherbergi, tvö með góðum innbyggðum skápum.
Baðherbergi efri hæðar: Rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari.
Baðherbergi neðri hæðar: Nýuppgert lítið baðherbergi með glugga. Sturta, upphengt salerni og handlaug.
þvottahús: Góðar innréttingar fyrir þvottavélar í vinnuhæð, flísar á gólfi. Góður gluggi. 
Bílskúr: Rúmgóður bílskúr með nýgerðu auka rúmgóðu svefnherbergi innaf. Innangengt er í bílskúr úr anddyri. Einnig er gengið inní herbergið í skúr frá garði.
Næg bílastæði eru við húsið og afar stutt er í skóla og leikskóla. Þetta er eign sem vert er að skoða á frábærum stað í Norðlingaholti þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali í síma 8984124 eða á netfanginu [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.