Eignastofan fasteignamiðlun kynnir: höfum fengið í einkasölu sumarhús við Þverásbyggð í Borgarbyggð. Um er að ræða sumarhús sem byggt 1991 og stendur á 10.000 fermetra leigulóð. Sumarhúsið er úr timbri, klætt með fiber sement plötum og lerki. Sumarhúsið stendur á steyptum súlum og var allt nýuppgert með árið 2018. Kynding er með rafmagni. Bústaðurinn er skráður samkvæmt HMS alls 55,4 fermetrar en eftir stækkun er sumarhúsið nú 72 fermetrar að stærð.
Mikið er lagt í aðkomu að húsinu. Bílaplan og gangstéttir eru hellulagðar og sólpallur með heitum potti er við húsið.
Tvö 15 fermetra hús eru á lóðinni, bæði í góðu ásigkomulagi. Annað er nýtt sem gestahús og hitt sem geymsla.
Forstofa: flísar á gólfum
Snyrting: flísar á gólfum
Eldhús: parket á gólfi, góð inrétting með öllum tækjum, helluborð, bakaraofn og uppþvottavél
Svefnherbergi eru þrjú: parket á gólfum
Baðherbergi: marmarflísar á gólfi, flísar á veggjum. Upphengt salerni og sturtuklefi.
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafræðingur / löggiltur fasteignasali í síma 8984125 eða á netfanginu [email protected]