Eignastofan fasteignamiðlun kynnir: höfum fengið í einkasölu húseign við Aðalgötu á Siglufirði.Frábært tækifæri - hentar fyrir gistiheimili eða breyta í íbúir - miklir möguleikar í miðbæ Siglufjarðar - Húsið er 342 fm. á 3 hæðum og bílskúr. skiptist í 214,4 fm. hús og 128,6 fm. skúr.
Búið að skipta um allt bárujárn, skipta um fúin fótstykki, allar útihurðir, glugga í risi og einnig skipta um og setja nýtt járn á hálft þakið. (þakjárn er til staðar ásamt pappa og saum á hinn hlutann). Á miðhæð er fullbúinn íbúð með 3 herbergjum, nýju baði og nýju eldhúsi. Nýtt eikarparket á gólfum. Rafmagnstöflu vantar. Í risi er búið að rífa allt út og setja einangrun í gólf og 20 mm spónarplötur. Rýmið er opið og tilbúið til að byggja upp risíbúð. Gipsplötur eru til á alla veggi í kjallara. Ýmislegt efni er einnig í kjallaranum sem fylgir með. Hægt væri að fá loftplötur í risið sem eru í Reykjavík. Rétt um þriðjungur er með þaki og í fokheldu ástandi. Nýtt þak þar og sperrur. Í hinum hlutanum er mikið af ónýtu timbri og fleiru sem þarf að hreinsa. Annars eru möguleikar miklir með þetta hús.
Húsið er staðsett í miðbæ Siglufjarðar í göngufæri frá höfninni. Ýmiss skipti möguleg.
Upplýsingar veitir Kristinn B. Ragnarsson viðskiptafr. / lögg. fasteignasali í síma 5377500, 8984125 eða á netfanginu [email protected]